Eftirfarandi notkunarskilmálar gilda um notkun vefsvæðisins „www.newyorker.de“ og allra annarra vefsvæða á vegum NEW
YORKER sem ætluð eru fyrir notendur í Þýskalandi.
Notkunarskilmálarnir eru uppfærðir til samræmis við breytingar
endrum og eins. Ekki er vakin sérstök athygli á breytingum sem gerðar eru á notkunarskilmálunum. Það er því undir
notendum sjálfum komið að kanna hvort breytingar hafa orðið á notkunarskilmálunum. Með því að nota vefsvæði okkar
samþykkir þú þessa notkunarskilmála.
Hafir þú ekki náð lögaldri skaltu aðeins nota þetta vefsvæði með samþykki forráðamanna þinna. Við leggjum ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar barna. Af þessum sökum söfnum við ekki vísvitandi upplýsingum um einstaklinga undir lögaldri nema að forráðamaður hafi veitt samþykki fyrir slíku. Ef við fáum vitneskju um að einstaklingar undir lögaldri, sem ekki hafa samþykki forráðamanns, færi sjálfir inn persónuupplýsingar hjá okkur eða að færðar séu inn persónuupplýsingar um slíka einstaklinga eyðum við upplýsingunum sem um ræðir.
1. Notkunarheimild
Við veitum þér – nema samið hafi verið um annað í hverju tilviki fyrir sig – takmarkaða, almenna og óframseljanlega heimild til að opna, nota og birta vefsvæðið og efni þess á skjá til einkanota samkvæmt ákvæðum þessara notkunarskilmála. Notkun í atvinnuskyni, einkum innsetning auglýsinga í atvinnuskyni, er óheimil.
Við áskiljum okkur rétt til að takmarka eða stöðva notkun þína á vefsvæðinu að eigin ákvörðun og án fyrirvara, svo fremi sem við höfum ekki samið við þig um annað. Okkur er jafnframt heimilt að óvirkja eða eyða tafarlaust aðgangsorði þínu, notandareikningi þínum og öllum gögnum á notandareikningnum sem og að loka fyrir frekari aðgang þinn að persónusniðinni þjónustu ef þú brýtur gegn þessum notkunarskilmálum eða ef þú veitir okkur rangar, ónákvæmar eða ófullnægjandi upplýsingar um þig eða við höfum rökstuddan grun um að þú hafir veitt rangar, ónákvæmar eða ófullnægjandi upplýsingar um þig.
2. Ábyrgð
NEW YORKER gerir allar viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að upplýsingar á vefsvæðinu séu réttar og uppfærðar. Við getum hins vegar ekki ábyrgst að upplýsingarnar séu réttar og/eða uppfærðar. Athugið einnig að við berum ekki ábyrgð á afleiðingum þess að ekki sé hægt að fá aðgang að vefsvæði okkar. Af þessum sökum áskiljum við okkur hvenær sem er rétt til þess að gera breytingar á eða hætta að bjóða upp á efni og þjónustu, svo fremi sem við höfum ekki samið um annað við notanda. Því er ekki ábyrgst að vefsvæðið sé ávallt aðgengilegt og ekki er tekin ábyrgð á því að vefsvæðið sé óaðgengilegt okkur að ósekju eða á gagnatapi sem ekki er okkar sök.
Í þeim tilvikum þar sem tengla í vefsvæði á vegum þriðju aðila er að finna á þessu vefsvæði eignum við okkur ekki efni á viðkomandi vefsvæði; einkum getum við ekki fylgst stöðugt með efni á vefsvæðum annarra fyrirtækja. Tengillinn er eingöngu hugsaður sem ábending fyrir notandann. Við berum heldur ekki ábyrgð á því að síðurnar sem vísað er í séu aðgengilegar. Samkvæmt lögum er New Yorker ekki skylt að fylgjast með eða eftir atvikum rannsaka upplýsingar, sem miðlað er eða eru vistaðar, þar sem vísað er til ólögmæts athæfis (7. gr. þýskra laga um rafræna miðla (TMG)).
Svo fremi sem við bjóðum upp á möguleika á þátttöku í gagnvirkri þjónustu ber notandi sjálfur ábyrgð á því efni sem hann setur inn.
Almennt gildir að ábyrgð okkar er ótakmörkuð ef um ásetning eða vítavert gáleysi er að ræða. Þegar um óverulegt gáleysi er að ræða berum við hins vegar eingöngu ábyrgð ef um brot gegn meginskyldu er að ræða og þá aðeins að takmörkuðu leyti. Takmörkunin miðast við það tjón sem er dæmigert fyrir samninginn og mátti gera ráð fyrir.
Ábyrgð okkar tekur ekki til afleidds tjóns, einkum ekki til hagnaðarmissis eða óefnislegs tjóns. Auk þess tökum við enga ábyrgð á gagnatapi eða öðru tjóni á vél- eða hugbúnaði í eigu notanda sem rekja má til efnis sem hlaðið var niður af vefsvæðinu.
Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð eiga ekki við um tjón á lífi, limum eða heilsu sem við eigum sök á eða um kröfur samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð.
Ofangreindar takmarkanir á ábyrgð gilda með sama hætti einnig í þágu starfsmanna, lagalegra fyrirsvarsmanna og fulltrúa New Yorker.
Notandi er ábyrgur fyrir öllu tjóni sem New Yorker verður fyrir vegna misnotkunar eða ólöglegrar notkunar á vefsvæðinu eða sem rekja má til vanefnda notanda á samningsskyldum sínum.
3. Reglur fyrir vefsvæðið (bindandi netsiðareglur)
Notanda er skylt að veita okkur réttar og ítarlegar upplýsingar um sig – einkum fornafn, eftirnafn, heimilisfang, símanúmer og netfang – svo fremi sem þessar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir persónusniðna þjónustu. Auk þess förum við fram á að notendur uppfæri persónuupplýsingar sínar reglulega.
Heimild til notkunar á vefsvæðinu og þjónustu er eingöngu veitt notandanum. Réttindi og skyldur samkvæmt notkunarskilmálunum er ekki hægt að framselja til þriðju aðila, hvorki að hluta né í heild. Taki notandi þátt í spjallsvæðum, spjalli, bloggi eða annarri gagnvirkri þjónustu er honum óheimilt að veita þriðju aðilum aðgang að notandareikningi sínum og aðgangsorði; þessar upplýsingar veita eingöngu notandanum sjálfum heimild til að nota vefsvæðið og þjónustuna.
Sem notanda gagnvirkrar þjónustu ber þér að halda aðgangsorði þínu og öðrum upplýsingum um notandareikning þinn leyndum. Ef notandareikningur þinn er notaður í leyfisleysi skal tilkynna okkur það án tafar skriflega eða með tölvupósti á netfangið info-datenschutz@newyorker.de. Einnig í þessu tilviki ber notandi sjálfur ábyrgð á óheimilli notkun vefsvæðisins. Í vafatilvikum verður notandi að láta allar yfirlýsingar sem gerðar eru með aðgangsorði hans eða öðrum upplýsingum um notandareikning hans gilda sér í óhag.
Óheimilt er að flytja efni yfir á vefsvæðið með skaðlegu innihaldi (einkum spillikóða) og önnur forrit sem stefna virkni hugbúnaðar eða vélbúnaðar í hættu og geta orsakað truflanir. Gengið er út frá því sem vísu að uppfært vírusvarnarforrit yfirfari efni sem þú hleður upp í gagnvirkri þjónustu.
Óheimilt er að hlaða upp, dreifa og/eða veita aðgang að ólöglegu og ósiðlegu efni og/eða ummælum, einkum af því tagi sem hvetja til kynþáttahaturs, hvetja til ofbeldis, gera lítið úr ofbeldi, hvetja til stríðs, eru klámfengin eða kynferðislega ögrandi, stefna börnum og unglingum ótvírætt í hættu eða vísa á þjónustu sem inniheldur ofangreint.
Athafnir sem stefna kerfis- eða netöryggi í hættu eða hafa slíkt að markmiði, til dæmis að afla sér aðgangs í heimildarleysi eða að lauma inn spillikóða, eða sem gera kleift að fá aðgang í heimildarleysi, eru óheimilar.
5. Annað
Um þessa notkunarskilmála gilda þýsk lög og þeir falla ekki undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu
á vöru milli ríkja.
Ef tiltekin ákvæði þessara notkunarskilmála eru eða verða ógild eða samræmast ekki lögum
hefur það ekki áhrif á gildi annarra ákvæða notkunarskilmálanna. Í stað hins ógilda ákvæðis koma aðilar sér saman um
að í stað þess komi ákvæði sem næst kemst viðskiptalegum tilgangi ógilda ákvæðisins með lögmætum hætti. Framangreind
regla á með samsvarandi hætti við þar sem um gloppur í reglum er að ræða.
Notkunarskilmálarnir ásamt sérstökum skilmálum fyrir persónusniðna þjónustu, persónuverndarstefnan og aðrar reglur fyrir gagnvirka þjónustu mynda í heild sinni samninginn milli þín og NEW YORKER.